Hoppa yfir valmynd

Evrópsk samgönguvika

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.

Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta einnig skráð til leiks einstaka viðburði eða aðgerðir sem ætlað er að ýta undir vistvænar samgöngur. Yfirskrift þessa verkefnis er MobilityActions á ensku sem hefur verið þýtt sem Samgönguplús á íslensku.

Frekari upplýsingar um Evrópska samgönguviku á Íslandi má finna á Facebook-síðu vikunnar.

Nánar má lesa um átakið á www.mobilityweek.eu.

Yfirskrift Samgönguviku  er  Veljum fjölbreytta ferðamáta

Samgöngukrútt

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum